Montreal

New Delhi

Beijing

Copenhagen

Reykjavik

fimmtudagur, mars 16, 2006

Pabbamálaráðherra

Það er alveg magnað hvað sumum finnst um feðraorlof. Ég er búinn að fá að heyra ótrúlega mikið af fáránlegum commentum og reglulega minntur á að þetta var ekki svona þegar hinir eignuðust börn.
Stundum hef ég það á tilfinningunni að fólk haft ekki eins mikið samband við mig vegna þessa að fólk heldur að það sé svo mikið að gera hjá mér í að skipta á bleiu og gefa Emil Snæ að borða.
En svo þegar ég hitti fólkið þá fæ ég oft að heyra" hvað bara vaknaður" Eins og maður sé í einhverju fríi.
Ég finn fyrir miklum fordómum gegn því að vera heimavinnandi sem nota bene er fullt starf!
Ég verð búinn í feðraorlofinu í maí og þangað til verð ég bara að fara koma með eitthvað skothelt til að segja fólki þegar það spyr mig hvað ég sé að gera. Það er kannski spurning um að breyta nafninu á þessu og fara titla mig sem Feðratæknir svona líkt og þeir sem skúra og þrífa urðu Ræstitæknar. Og ef maður er búinn að eignast fleiri en eitt barn fer maður úr því að vera Feðratæknir í að verða Feðrafræðingur.
Það ætti að minka aðins fordómana í þeim sem kalla mig heimavinnandi húsMÓÐIR.
Eða ekki.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Fyrtækja nöfn

Útaf seinustu skrifum hjá mér hef ég verið að velta fyrir mér nöfnum á fyrirtækjum.
Mörg fyrirtæki eru með mjög góð nöfn og önnur ekki.
Sum fyrirtæki eru með útlensk nöfn eða eru partur af einhverri útlenskri verzlunarkeðju.
Samanber Elko, BYKO, NEXT og svona væri hægt að halda lengi áfram.
Svo koma íslensku nöfnin eins og Hagkaup, Byggt og búið, Bónus og svo framvegis.
En í Hafnarfirði er mjög sterkt að nota nöfn sem tengjast eitthvað firði.
Fjarðarstál, Fjarðarskór, Fjarðarmót, Fjarðarbakarí og hið ógleymda Fjarðarkaup.
Það eru eitthvað yfir 20 Fjarðar eitthvað í Hafnarfirði sem er frekar leiðinlegt fyrir nýja sveitafélagið Fjarðarbyggð þar sem þeir vilja nota Fjarðar nafnið mikið.
En út frá því að ég fór að pæla í fyrirtækjanöfnum mundi ég eftir einu sem mér finnst skemmtilegast nafnið af öllum og það er Urður, verðandi, skuld. ehf. Þvílíkt nafn og í langan tíma vissi ég ekkert hvað þetta fyrirtæki gerði en það var alltaf verið að tala um það í fréttunum.
Mér skilst að það sé eitthvað á vegum deCODE og í sambandi við krabbameinsrannsóknir og ég held að þeir eigi eitthvað lífsýnasafn.

Endilega bendið mér á ef þið munið eftir einhverjum skemmtilegum fyrirtækjanöfnum.

þriðjudagur, mars 14, 2006

Ég er bloggklaufi

Bloggklaufi
Ætli ég geti ekki látið skrá mig sem Bloggklaufi í símaskránni?
haha það yrði þá Erlendur Bloggklaufi.
Málið er að ég er búinn að vera rosalega duglegur að skrifa en ég hef alltaf verið að skrifa í Word og ætlaði svo að copy pastea það yfir en það virkar greinlega ekki. Þannig að allt sem ég var búinn að skrifa var orðið eitthvað úrelt. Kannski er það einhver þrjóska í mér en ég gerði þetta ansi oft. En nú verða breytingar á því! Ég ætla að skrifa þetta allt hér á blogger svo ég standi nú við það sem ég er búinn að vera segja og verði duglegri að blogga.

Íslandsbanki verður Glitnir

Íslandsbanki hf. hefur ákveðið að héðan í frá verði þjónusta félagsins veitt undir vörumerkinu Glitnir. Samhliða því hefur bankinn tekið upp nýtt merki og útlit. Munu dótturfélög bankans og skrifstofur í fimm löndum einnig framvegis heita Glitnir.
Af hverju Glitnir? Mér finnst þetta nafn ekki nógu gott.
Reyndar er þetta ekki minn banki og mér er eiginlega alveg sama.
En af hverju notuðu þeir ekki eitthvað af þessu gömlu bankanöfnum eins og Útvegsbankinn, Verlsunarbankinn, Iðnaðarbankinn eða Alþýðubankinn.
Ég hefði bara notað Bankabankinn :-)

Bara hugmynd.

þriðjudagur, mars 07, 2006

Redda þessu í næstu viku

Frábært veður en bara svolítið kalt. Ég er búinn að hella uppá könnuna og sit hér og drekk kaffi og horfi út um gluggann þar sem ég fylgist með því hvenær Emil Snær vaknar. Ég er ekki frá því að ég öfundi hann svolítið af því að hann sefur svona úti allur dúðaður og innpakkaður.
Það voru frakkar í heimsókn hjá systur minni í kringum gamlárskvöld og þau trúðu því ekki að við íslendingar gerðum suma hluti. Eins og að setja nokkra mánaðar gömul börn út í 7 vindstig snjókommu og kulda til þess að sofa. Og við hugsum bara ahh því verra sem veðrið er því betur sofa þau. Það er alveg ótrúlegt að maður verður alltaf með eitthvað þjóðarstolt þegar maður fær útlendinga í heimsókn. Svolítið eins og Thule auglýsingarnar “ Ísland best í heimi” En það er líka bara gaman.

Ég er ekki búinn að fá mér nýjan skjá fyrir borðtölvuna. Þannig að ég verð bara að fara reglulega og horfa á nýja prentarann minn. VííííÉg vona bara að blekið verði ekki orðið þurrt loksins þegar ég verð kominn með skjá. Það er svo magnað hvað blekið sjálft er dýrt, stundum borgar það sig að kaupa nýjan prentara með bleki heldur en að kaupa nýtt blek.
Hahaha maður er svo duglegur stundum. Ég keypti efriskápa í svefniherbergið í ágúst og ég var að fara byrja setja þá upp á fimmtudaginn þá kom í ljós að það vantar hurðarnar á skápana svo ég fer niður í fyrirtækið sem seldi mér þessa skápa og er eigandinn kunningi minn og ég veit að ég er frekar seinn að koma aftur til að segja að eitthvað vantaði en málið er að hann er búinn að selja fyrirtækið en ætlar samt að redda mér svo ég fæ hurðarnar sendar með pósti að utan.
En samt svipurinn sem kom á hann þegar ég sagði “hey skáparnir sem þú seldir mér…. Það vantaði hurðarnar” hva bara 7 mánuðum seinna. Kannski er ég með svona iðnaðarmannablóð í mér. Hvað er málið með þá.