Það er endalaust hægt að tala um íslenska veðráttu og er eitthvað sem við íslendingar höfum framyfir aðra eða það finnst mér.
Áður en ég fór út á sunnudaginn og velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að fara í pollagalla eða snjógalla. Ákvörðun var tekin og ég fór bara út í þykkri úlpu. Þegar ég var kominn út fór ég úr úlpuni og hugsaði með mér: “oh, ég er ekki með neina sólarvörn!” tveimur mín. seinna kom rigning og rok en sólin var samt ennþá.
Þetta er einmitt svona veðurfar sem er alltaf hægt að tala um. “ Þetta er nú meira veðrið”
Annars er ég búinn að vera mjög latur að blogga og hugga mig við það að Kári hefur ekki bloggað í fimm daga. Ég fer nefnilega svo oft á blogginn hjá Kára að þegar hann var í Strassburg var hann svo duglegur að blogga og bloggar svo skemmtilega að ég gerði síðuna hans að upphafsíðu í einhvern tíma.
Úff nú styttist í það að ég byrji að vinna aftur eftir þriggja mánaða annarri og kverjandi vinnu sem feðratæknir.
Byrja að vinna 2. maí.
Nú get ég bætt þessari starfsreynslu á ferilskránna mína.
Hildur var að komast inn í Ljósmæðranám og það voru 21 sem sóttu um og bara 8 sem komust inn. Frábær árangur hjá henni Hildi minni.