Montreal

New Delhi

Beijing

Copenhagen

Reykjavik

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Veðrið

Það er endalaust hægt að tala um íslenska veðráttu og er eitthvað sem við íslendingar höfum framyfir aðra eða það finnst mér.
Áður en ég fór út á sunnudaginn og velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að fara í pollagalla eða snjógalla. Ákvörðun var tekin og ég fór bara út í þykkri úlpu. Þegar ég var kominn út fór ég úr úlpuni og hugsaði með mér: “oh, ég er ekki með neina sólarvörn!” tveimur mín. seinna kom rigning og rok en sólin var samt ennþá.
Þetta er einmitt svona veðurfar sem er alltaf hægt að tala um. “ Þetta er nú meira veðrið”

Annars er ég búinn að vera mjög latur að blogga og hugga mig við það að Kári hefur ekki bloggað í fimm daga. Ég fer nefnilega svo oft á blogginn hjá Kára að þegar hann var í Strassburg var hann svo duglegur að blogga og bloggar svo skemmtilega að ég gerði síðuna hans að upphafsíðu í einhvern tíma.

Úff nú styttist í það að ég byrji að vinna aftur eftir þriggja mánaða annarri og kverjandi vinnu sem feðratæknir.

Byrja að vinna 2. maí.

Nú get ég bætt þessari starfsreynslu á ferilskránna mína.

Til hamingju Hildur mín.
Hildur var að komast inn í Ljósmæðranám og það voru 21 sem sóttu um og bara 8 sem komust inn. Frábær árangur hjá henni Hildi minni.


sunnudagur, apríl 23, 2006

Varðandi hvað ég er búinn að vera lélegur að blogga

Dugnaður borgar sig seinna. Leti borgar sig strax.

föstudagur, apríl 07, 2006

Íslensk fyrirtæki framhaldssaga

Nú eru Íslenska fyrirtækið búið að láta hanna nýjan bát og heitir hann Bátur Group.

Hann er nákvæmlega eins og gamli báturinn nema það er búið að skipta út einum stýrimanni og setja í staðinn einn skipstjóra sem kallast Jón.

Jón er klár skipstjóri og gerði sér lítið fyrir og keypti 48% í Japanska fyrirtækinu. Þar sem Bátur Group á núna tæp helming í japanska fyrirtækinu var samþykkt að þeir myndu vera með 5 metra langt reipi og draga íslenska bátinn.

Næstu keppni unnu Japanir með 5 metra forskoti.

Nú eru Íslendingar að safna sér pening til að kaupa meirihluta af fyrirtækinu svo þeir geti látið japanana ýta sér í mark.

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Íslensk fyrirtæki

Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi.
Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að
sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu.

Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska
fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að
ári. Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið.

Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu 7
menn róa en einn stýra. Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem
stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska
fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktur íslenska
liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.

Eftir margra mánaða vinnu komust stjónunarfræðingarnir að því að í íslenska
bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru. Með hliðsjón
af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar. Í stað
þess að hafa sjö stýrimenn, einn áramann voru nú hafði fjórir stýrimenn,
tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður. Að auki
var áramaðurinn _motiveraður" samkvæmt meginreglunni: Að breikka
starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð".

Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti.

Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn með tilliti til lélegrar
frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu
sem hún hafði innt af hendi.

Ráðgjafarfyrirtækið gerði nú aðra úttekt og komst að þeirri niðurstöðu að
valin hefði verið rétt taktík og hvatning, því væri það búnaðurinn sem
þyrfti að einbeita sér að.

Í dag er íslenska fyrirtækið að láta hanna nýjan bát.