Æi hvað ég er búinn að sinna þér illa undan farið og ég skulda mínu kæru lesendum það að skrifa smá.
Málið er það að ég er búinn að fá stöðuhækkun í vinnunni og það hefur verið mjög mikið að gera hjá mér undanfarið. Ég er sem sagt orðinn þjónustustjóri og stjórna þremur deildum. Lager, verkstæði og afgreiðslu. Þetta gera 22 starfsmenn sem ég hef úr að vinna og gengur bara ágætlega. En af því að ég er að taka við þessu að þá er hellingur sem ég er að breyta og laga þannig að ég hef í nógu að snúast svo þegar ég kem heim gef ég Emil Snæ að borða og svæfi hann því Hildur er farinn að vinna á kvöldin. Eftir það tengi ég mig niðri í vinnu og held áfram að vinna.
Þetta er bara tímabundið og ég vona að ég verði búinn að koma þessu í lag þannig að þetta gangi bara eins og tannhjól.
Afmælisbarn dagsins er Kári 30 ára .
Til hamingju með daginn Kári.
Við Hildur vorum með afmælisveislu í dag fyrir Emil Snæ. Hann verður 1 árs á morgun 12. júní. Veislan heppnaðist mjög vel þrátt fyrir að það gleymdust tvær kökur í ískápnum. Hildur á skilið rosalegt hrós fyrir að baka allar þessar kökur og þær voru ekkert smá flottar. Við erum að tala um að Jói Fel hefði lokað bakaríunum sínum ef hann hefði séð allar þessar kræsingar. Hildur þú ert æði!
Ég verð nú að játa það að mér hefur oft verið mál að blogga undanfarið sérstakleg á meðan það voru kosningar. En ég nenni ekkert að vera tala um það núna. Svo er það þetta með ríkistjórnina og Halldór Á. En ég nenni ekkert að vera tjá mig um það núna, það verður gaman að sjá hvað hann fer að gera. Ég held samt að Ísland verið brandaraland eins og Hafnarfjörður er svona brandabær. Það verða allir í heiminum að segja íslendingabrandara. Við erum svo sjálfumglöð þjóð með kaupsýki og minnimáttarkennd. Rembingurinn í okkur á eftir að koma til baka í hausinn á okkur.