Montreal

New Delhi

Beijing

Copenhagen

Reykjavik

sunnudagur, júlí 02, 2006

Bossinn

Bossinn
Jæja nú er ýmislegt búið að gerast hjá mér.
Um daginn fékk ég í bakið eða það klemist einhver taug í mjöðminni og ég fæ verk niðri í fót og ég vaknaði með þennan verk klukkan 4 um nóttina. Fór í vinnuni og var allur skakkur og labbaði einsog gamlamenni sem væri alveg að gera í sig.
Samstarfsfélgarinir höfðu frekar gaman af því að sjá mig svona og komi með annsi marga brandara og svo voru annsi margir sem buðust til þess að sparka í mig ???? veit ekki hvernig það hefði átt að laga eitthvað en það voru 9 sem buðust til þess og á einum tíma var ég virkilega farinn að trúa því að það myndi gera eitthvað fyrir mig ef það yrði sparkað í mig. En svo kom af því að Bjössi á verkstæðinu sagði að hann gæti ekki lengur horft á mig svona og hringdi í einhvern nuddara og á fékk tíma klukkan 13:00.
Frábært, Ég var nefnilega orðinn svo kvalinn að ég var tilbúinn að gera hvað sem er til þess að losna við verkinn. Ég mætti í eitthvað heimahús í Hátúni og hjá einhverjum Matta og sagði mér að fara inn í þetta herbergi sem var nokkuðu líkt einhverji nuddstofu og ég átti að fara úr öllum fötunum og fara undir eitthvað teppi og liggja á maganum með andlitið ofan í eitthvað gat eins og maður sér í bíómyndum. Sko ég hef nefnilega aldrei farið í nudd áður. Svo ligg ég þarna og heyri að hann er að gera eitthvað frammi og það fara koma fullt af hugmyndum í hausnum. Allsber í ókunu húsi. En svo koma hann og byrjaði að pína mig með því að merja taugarnar í rasskinnunum í tvo tíma og sagði að ég væri mjög slæmur og stirður. Eftir að hafa verið í tvo tíma í að láta merja á mér rasskinnarar þá fer ég aftur í vinnuna og var ferkar aumur í bossanum en var farinn að geta gengið einsog hinir frumbyggjarnir. Og þegar vinnufélgarnir fór að spyrja mig út í þetta kraftverk varð ég að útskýra þetta allt saman og út frá því fékk ég viðurnefni í vinnuni Bossinn.