jæja ég er búinn að vera rosalega lélegur að blogga, en ég hef verið að vinna mikið.
Nú er ég kominn í frí og er á leiðnni til spánar á morgun og verð með regnhlífardrykk næstu vikuna.
Hef ekki náð að afreka neitt af því sem ég ætlaði að gera yfir sumarið.
Fór einu sinni í golf og þurfti að hætta eftir 5 holur vegna mýflugna, varð svolítið bitinn.
Fór ekki í mótorhjólaprófið.
Fór bara í einn veiðitúr og fékk í bakið þegar ég var að kíkja fram af brúarstólpa og pabbi þurfti að draga mig upp á veg. Ógeðslega fynndið eftir á, ég var eins og blindfult gamalmenni í vöðlum.
Veiddi ekkert í þeim túr.
Fór ekkert í fótbolt úti. Keypti mér stórt fjölskyldu tjald og fór bara einu sinni.
Það var reyndar mjög fínt, fórum á Arnarstapa og fengum rosalega gott veður.
Ætlaði að blogga meira en þarf ekkert að segja meira um það.
Við fjölskyldan erum að fara til Cost del sol á morgun og við erum rosalega spennt sértaklega vegna þess að við höfum ekki mikið hitts í sumar.
En það góða við þetta er að þeir í vinnuni elska mig. vei vei.
Annars er mér farið að dreyma um að Miðvangsgegnið fari til Kára saman og setjum Chicago 25/65 á Fisherinn. Ég var að lesa á bloggnum hjá Kára um þetta og ég er kominn hálfa leið.
Annars er ég enn að lenda í því að geta ekki Publishað Póstinn.
Ég kominn með nýja viðskiptahugmynd, hvað ef maður færi að selja veiðileyfi á Káranjúkum? Skjóta No no dýr?! Svo væri hægt að skola þeim burt þegar það er hleypt af.
Æji það yrði örugglega eitthvað kvótavesen.
En kem aftur seinna.