Montreal

New Delhi

Beijing

Copenhagen

Reykjavik

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

ÁLvera eða ÁLvera-ekki

Þann 31. mars á að vera kosning um álverið hér í Hafnarfirði (deiliskipulag).
Það er rosalega skemmtilegt að spyrja fólk hvort það sé með eða á móti stækkun á álverinu.

Þeir sem eru á móti stækkunni eru mjög mikið á móti því og eru oftast með sterk rök.
Til dæmis umhverfisþættir og mengun, tala nú ekki um útlitsmengun. Ég skil alveg að fólki finnst þetta ekki fallegt né skemmtilegt að sýna útlendingum. Jú, þeir þurfa nú yfirleitt að fara þarna fram hjá. En ég hef nú ferðast mikið erlendis og það er ekkert óalgengt að eitt af því fyrsta sem maður sér er einhver stór verksmiðja.

Þeir sem eru með stækkunni virðast vera í meirihluta miðað við þá sem ég hef tala við en kannanir segja annað. 51,5% svarenda vour andvígir stækkun álversins en 39,5% voru hlynntir.
Þeir sem ég hef tala við og eru hlynntir eru með rök fyrir því.
Til dæmis Peningana vegna, bætt atvinnulíf og það besta betri vinnustaður.


Þetta er það sem ég hef heyrt og óska eftir að fá að heyra frá fleirum um þetta.