Montreal

New Delhi

Beijing

Copenhagen

Reykjavik

miðvikudagur, október 11, 2006

Þú vilt 'ann

Ég er staddur á órannsakaðri plánetu í leynilegu sólkerfi og er að rembast við það að finna mér nýjan bíl eða jeppa. Verður eiginlega vera jeppi með krók!
Ég er nefilega eiginlega nokkurn veginn búinn að finna mér fjórhjól :-)
Ef það eru einhverjir fleiri þarna úti, aðrir en Kári sem er eini lesandinn minn eða allavega sá eini sem commentar eitthvað, sem vill kaupa bílinn minn endilega látið mig vita.
Þetta er bíll með sál. Ég er þriðji eigandinn og það var einhver gömul kerling sem átti hann fyrst og svo mamma hans Kára sem ég veit að fer vel með bílana sína og svo ég.
Við erum að tala um Campain Gold á litinn Renult Laguna 1999 - 2000cc vél, sjálfskipur og fullur af ást, höfðuðpúðum, hamingju og skottplássi.
Hann er bara ekinn 96 þús sem þykir ekki mikið fyrir 7 ára bifreið.
Það er eiginlega rugl að selja hann, tými eiginlega ekki að selja hann! Uhhh getur þá einhver lánað mér fyrir jeppa? Ég lofa að borga seint og illa.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ég votta hér með að þetta er frábær bíll. Þægilegur í akstri og rúmgóður (ég kom næstum því allri fjölskyldunni í hann :-)

Gangi þér vel með bílamálin . . . bestu kveðjur frá Búdapest

Nafnlaus sagði...

Heyrðu.... viltu kannski kaupa bílinn minn?