Montreal

New Delhi

Beijing

Copenhagen

Reykjavik

fimmtudagur, mars 16, 2006

Pabbamálaráðherra

Það er alveg magnað hvað sumum finnst um feðraorlof. Ég er búinn að fá að heyra ótrúlega mikið af fáránlegum commentum og reglulega minntur á að þetta var ekki svona þegar hinir eignuðust börn.
Stundum hef ég það á tilfinningunni að fólk haft ekki eins mikið samband við mig vegna þessa að fólk heldur að það sé svo mikið að gera hjá mér í að skipta á bleiu og gefa Emil Snæ að borða.
En svo þegar ég hitti fólkið þá fæ ég oft að heyra" hvað bara vaknaður" Eins og maður sé í einhverju fríi.
Ég finn fyrir miklum fordómum gegn því að vera heimavinnandi sem nota bene er fullt starf!
Ég verð búinn í feðraorlofinu í maí og þangað til verð ég bara að fara koma með eitthvað skothelt til að segja fólki þegar það spyr mig hvað ég sé að gera. Það er kannski spurning um að breyta nafninu á þessu og fara titla mig sem Feðratæknir svona líkt og þeir sem skúra og þrífa urðu Ræstitæknar. Og ef maður er búinn að eignast fleiri en eitt barn fer maður úr því að vera Feðratæknir í að verða Feðrafræðingur.
Það ætti að minka aðins fordómana í þeim sem kalla mig heimavinnandi húsMÓÐIR.
Eða ekki.

Engin ummæli: