Hann er nákvæmlega eins og gamli báturinn nema það er búið að skipta út einum stýrimanni og setja í staðinn einn skipstjóra sem kallast Jón.
Jón er klár skipstjóri og gerði sér lítið fyrir og keypti 48% í Japanska fyrirtækinu. Þar sem Bátur Group á núna tæp helming í japanska fyrirtækinu var samþykkt að þeir myndu vera með 5 metra langt reipi og draga íslenska bátinn.
Næstu keppni unnu Japanir með 5 metra forskoti.
Nú eru Íslendingar að safna sér pening til að kaupa meirihluta af fyrirtækinu svo þeir geti látið japanana ýta sér í mark.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli