Montreal

New Delhi

Beijing

Copenhagen

Reykjavik

föstudagur, október 06, 2006

Kárablogg

Bloggið hans Kára er þanning að maður verður að lesa það reglulega.
Nú er hann búinn að segja frá því að hann er í Indlandi og á í erfileikum með að blogga jafn oft og hann gerði. Það er svoldið eins og þegar mogginn kemur ekki á morgnana.
Maður er alltaf að kíkja.

Ég er hundur í hávöðum og finn ekki miðjuna í sjálfum mér.
Ég er alltaf að tala um að ég ætla ekki að vinna svona mikið eða "þetta er bara smá tímabi!".
Je je frábært hjá mér. Í hvert sinn sem ég tala um þetta vinn ég bara meira.
Tíminn líður alltof hratt. Mér skilst að sumarið hafi komið á laugardegi í ár.
Ég bara missti af því.
Minnir mig á það að ég á ennþá inni helminginn af sumarfríinu mínu.
Ætli maður taki það ekki bara um jólin, þá er ástin mín í fríi frá skólanum.

Engin ummæli: