Montreal

New Delhi

Beijing

Copenhagen

Reykjavik

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

ÁLvera eða ÁLvera-ekki

Þann 31. mars á að vera kosning um álverið hér í Hafnarfirði (deiliskipulag).
Það er rosalega skemmtilegt að spyrja fólk hvort það sé með eða á móti stækkun á álverinu.

Þeir sem eru á móti stækkunni eru mjög mikið á móti því og eru oftast með sterk rök.
Til dæmis umhverfisþættir og mengun, tala nú ekki um útlitsmengun. Ég skil alveg að fólki finnst þetta ekki fallegt né skemmtilegt að sýna útlendingum. Jú, þeir þurfa nú yfirleitt að fara þarna fram hjá. En ég hef nú ferðast mikið erlendis og það er ekkert óalgengt að eitt af því fyrsta sem maður sér er einhver stór verksmiðja.

Þeir sem eru með stækkunni virðast vera í meirihluta miðað við þá sem ég hef tala við en kannanir segja annað. 51,5% svarenda vour andvígir stækkun álversins en 39,5% voru hlynntir.
Þeir sem ég hef tala við og eru hlynntir eru með rök fyrir því.
Til dæmis Peningana vegna, bætt atvinnulíf og það besta betri vinnustaður.


Þetta er það sem ég hef heyrt og óska eftir að fá að heyra frá fleirum um þetta.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skil nú vel að fólk sé ekki sérlega hrifið af álveri þegar atvinnuleysi er = ekki neitt. Ætli það myndi ekki breytast tónninn ef það kæmi evrópskt atvinnuleysi á Íslandi (15-20%).

Persónulega finnst mér engin ástæða til að setja risa verksmiðju inn í "mitt" bæjarfélag, ég hugsa að ég myndi kjósa nei.

Nafnlaus sagði...

Þetta er ómögulegt mál.

Mér finnst að menn séu svolítið að gleyma sokkna kostnaðinum á þessu svæði í allri þessari umræðu. Mér finnst að það ríki allt of mikil bjartsýni meðal "á móti" hópnum um verðmæti þessa lands, sem skemmir svolítið þeirra málstað.

Einnig er alveg rosalega erfitt að taka afstöðu sem hreinlega tryggir það að x margir íslendinar munu á næstu 10 eða 15 árum missa vinnuna sína.

Samt er maður á móti stækkun sjálfur...? Vonlaust dæmi.

Nafnlaus sagði...

Við ættum að einbeitta okkur að öðru en stóriðju hérna á Íslandi.

Afhverju ekki að rífa álverið og búa til stærrstu verlunarmistöð landsins.

Við það að stór verlunarmiðstöð væri til í Hafnarfirði að þá þyrftum við Hafnfirðingar ekki að fara alltaf útá land til að versla í Kringlunni og Smáranum.

Ef það væri síðan einhver afgangur af landi að þá mundi ég vilja flott bíó líka.

Þegar ég las yfir þennan texta sem ég var að skrifa að þá hef ég sannfærst um það að umræðan um stækkun álvers eða ekki er á villigötum, hún ætti auðvitað að snúast um að Hafnfirðingar hafi aðgang að ákveðnum gundvallar þjónustum sem ekki eru til staðar núna !

Rífa álver, verslunarmiðstöð og bíó strax !!