Merkilegur burri.
Ég er svo heppinn að eiga svona marga góða vini. Þannig er mál með vexti að ég var í bílavandræðum og ég á mjög mjög góðan vin sem er í ökuskirteinisvandræðum.
Hann á bíl en er tímabundið próflaus.
Mig skorti bíl en er með próf.
Hann lánaði mér bílinn sinn sem ég var að skila í dag og ég er heppinn að vera ekki orðinn próflaus.
Þvílíkt leiktæki! Ég er búinn að vera eins og krakki að koma út úr einhverju tívolítæki í hvert sinn sem ég kem heim úr vinnuni. Við erum að tala um SUBARU IMPRESA 4WD TURBO WRX
2000.cc og 230 hestöfl. Með spoiler allan hringinn, körfu sæti og bling bling felgur dauðans.
Mér er ekki búið að leiðast í umferðinni síðustu daga. En nú er ég búinn að skila honum og ég er ekki frá því að það sé tómarúm í litla ella. Nú verð ég að fara fá mér eitthvað tæki sem fær adrenalínið í gang.
Kannski að það sé einhver sem getur hjálpa mér að sannfæra Hildi um að við þurfum að eiga bíl sem er 6 sec í hundrað og maður afmyndast í andlitinu við að gefa í.
Ég veit að það eru margir þarna úti sem skilja mig en ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta á konísku(tungumál kvenna).
Montreal |
New Delhi |
Beijing |
Copenhagen |
Reykjavik |
fimmtudagur, september 28, 2006
miðvikudagur, september 27, 2006
Leiðinlegur
Sumir dagar eru verri en aðrir og dagurinn í dag var frekar slæmur, ekkert nema vesen og á einum tíma punkti held ég að vesenið hafi farið út fyrir mitt samband við heiminn og ég með.
Ég varð frekar kaldur, harður og mjög leiðinlegur.
Málið er að ég var að ræða við mann hjá mjög stóru fyrirtæki á íslandi og fékk nóg.
Eftir að hafa verið búinn að þræta við hann um claim mál, hver bæri skaðann og af hverju ég sendi þeim þennan reikning endaði ég með því að segja við hann: " Ekki fara gráta og pældu í því hvað þú ert að segja og hringdu svo í mig þegar þú ert farinn að skilja þetta" Þar með endaði símtalið og hann ætlar að hringja í mig aftur :S Ég var lengi að átta mig á þessu eftir að ég var búinn að leggja á hann og er enn að hugsa um þetta. Stundum verður mælirinn fullur en þetta var ekki sniðugt.
Nú í eitthvað allt annað.
Dagsbrún hækkaði um 7,7% í dag. Leiðinlegt að NFS hafi ekki geta sagt frá því á nokkra mínutu fresti á þessu fréttvæna landi. Veit ekki hvort það sé eitthvað samhengi í þessu.
Allur texti og stafsetning á þessari síðu er birtur án ábyrgðar.
Ég varð frekar kaldur, harður og mjög leiðinlegur.
Málið er að ég var að ræða við mann hjá mjög stóru fyrirtæki á íslandi og fékk nóg.
Eftir að hafa verið búinn að þræta við hann um claim mál, hver bæri skaðann og af hverju ég sendi þeim þennan reikning endaði ég með því að segja við hann: " Ekki fara gráta og pældu í því hvað þú ert að segja og hringdu svo í mig þegar þú ert farinn að skilja þetta" Þar með endaði símtalið og hann ætlar að hringja í mig aftur :S Ég var lengi að átta mig á þessu eftir að ég var búinn að leggja á hann og er enn að hugsa um þetta. Stundum verður mælirinn fullur en þetta var ekki sniðugt.
Nú í eitthvað allt annað.
Dagsbrún hækkaði um 7,7% í dag. Leiðinlegt að NFS hafi ekki geta sagt frá því á nokkra mínutu fresti á þessu fréttvæna landi. Veit ekki hvort það sé eitthvað samhengi í þessu.
Allur texti og stafsetning á þessari síðu er birtur án ábyrgðar.
þriðjudagur, september 26, 2006
umboðsmaður íslenska hestsins
Ég vaknaði í morgun klæddi mig í G-Strenginn sem var ostur, hnerraði með rassgatinu og fór í vinnuna. Það er frábært að vera gagnkynhneigður svona snemma á morgnana og miðað við
hvað veðrið er gott kem ég til með að vera rétthentur í allan dag.
Nóg af mér í bili. Hvað er málið með íslenska hestinn og dani. Heyrst hefur að íslenski hestur sé vinnsæll í klámiðnaðin í danmörku. Þá er allavega kominn skýring á því umboðsmaður íslenska hestsins var að gera. Jónas R. Jónsson var þá bara pimp. Nema danir sé eitthvað að misskilja að fara ríða. Það yrði nú ekki í fyrsta sinn sem danir misskilja íslendinga.
hvað veðrið er gott kem ég til með að vera rétthentur í allan dag.
Nóg af mér í bili. Hvað er málið með íslenska hestinn og dani. Heyrst hefur að íslenski hestur sé vinnsæll í klámiðnaðin í danmörku. Þá er allavega kominn skýring á því umboðsmaður íslenska hestsins var að gera. Jónas R. Jónsson var þá bara pimp. Nema danir sé eitthvað að misskilja að fara ríða. Það yrði nú ekki í fyrsta sinn sem danir misskilja íslendinga.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)