Sumir dagar eru verri en aðrir og dagurinn í dag var frekar slæmur, ekkert nema vesen og á einum tíma punkti held ég að vesenið hafi farið út fyrir mitt samband við heiminn og ég með.
Ég varð frekar kaldur, harður og mjög leiðinlegur.
Málið er að ég var að ræða við mann hjá mjög stóru fyrirtæki á íslandi og fékk nóg.
Eftir að hafa verið búinn að þræta við hann um claim mál, hver bæri skaðann og af hverju ég sendi þeim þennan reikning endaði ég með því að segja við hann: " Ekki fara gráta og pældu í því hvað þú ert að segja og hringdu svo í mig þegar þú ert farinn að skilja þetta" Þar með endaði símtalið og hann ætlar að hringja í mig aftur :S Ég var lengi að átta mig á þessu eftir að ég var búinn að leggja á hann og er enn að hugsa um þetta. Stundum verður mælirinn fullur en þetta var ekki sniðugt.
Nú í eitthvað allt annað.
Dagsbrún hækkaði um 7,7% í dag. Leiðinlegt að NFS hafi ekki geta sagt frá því á nokkra mínutu fresti á þessu fréttvæna landi. Veit ekki hvort það sé eitthvað samhengi í þessu.
Allur texti og stafsetning á þessari síðu er birtur án ábyrgðar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli