Merkilegur burri.
Ég er svo heppinn að eiga svona marga góða vini. Þannig er mál með vexti að ég var í bílavandræðum og ég á mjög mjög góðan vin sem er í ökuskirteinisvandræðum.
Hann á bíl en er tímabundið próflaus.
Mig skorti bíl en er með próf.
Hann lánaði mér bílinn sinn sem ég var að skila í dag og ég er heppinn að vera ekki orðinn próflaus.
Þvílíkt leiktæki! Ég er búinn að vera eins og krakki að koma út úr einhverju tívolítæki í hvert sinn sem ég kem heim úr vinnuni. Við erum að tala um SUBARU IMPRESA 4WD TURBO WRX
2000.cc og 230 hestöfl. Með spoiler allan hringinn, körfu sæti og bling bling felgur dauðans.
Mér er ekki búið að leiðast í umferðinni síðustu daga. En nú er ég búinn að skila honum og ég er ekki frá því að það sé tómarúm í litla ella. Nú verð ég að fara fá mér eitthvað tæki sem fær adrenalínið í gang.
Kannski að það sé einhver sem getur hjálpa mér að sannfæra Hildi um að við þurfum að eiga bíl sem er 6 sec í hundrað og maður afmyndast í andlitinu við að gefa í.
Ég veit að það eru margir þarna úti sem skilja mig en ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta á konísku(tungumál kvenna).
2 ummæli:
Já ég skil vel að þig langi að fá þér almennilegan sportbíl. Spurning um að þú reynir að hafa uppá gamla svarta Audi-inum sem við áttum báðir . . . það var sko alvöru kaggi ;-D Ef ég man rétt þá gafst þú Gústa hann.
Reyndar seldi ég Rúnari bróðir Gústa hann.
Já hann var semmtilegur. Rúnar fékk hann lánaðan út í sjopu og vildi kaupan þegar hann kom til baka :)
Skrifa ummæli