Montreal

New Delhi

Beijing

Copenhagen

Reykjavik

þriðjudagur, mars 14, 2006

Ég er bloggklaufi

Bloggklaufi
Ætli ég geti ekki látið skrá mig sem Bloggklaufi í símaskránni?
haha það yrði þá Erlendur Bloggklaufi.
Málið er að ég er búinn að vera rosalega duglegur að skrifa en ég hef alltaf verið að skrifa í Word og ætlaði svo að copy pastea það yfir en það virkar greinlega ekki. Þannig að allt sem ég var búinn að skrifa var orðið eitthvað úrelt. Kannski er það einhver þrjóska í mér en ég gerði þetta ansi oft. En nú verða breytingar á því! Ég ætla að skrifa þetta allt hér á blogger svo ég standi nú við það sem ég er búinn að vera segja og verði duglegri að blogga.

Íslandsbanki verður Glitnir

Íslandsbanki hf. hefur ákveðið að héðan í frá verði þjónusta félagsins veitt undir vörumerkinu Glitnir. Samhliða því hefur bankinn tekið upp nýtt merki og útlit. Munu dótturfélög bankans og skrifstofur í fimm löndum einnig framvegis heita Glitnir.
Af hverju Glitnir? Mér finnst þetta nafn ekki nógu gott.
Reyndar er þetta ekki minn banki og mér er eiginlega alveg sama.
En af hverju notuðu þeir ekki eitthvað af þessu gömlu bankanöfnum eins og Útvegsbankinn, Verlsunarbankinn, Iðnaðarbankinn eða Alþýðubankinn.
Ég hefði bara notað Bankabankinn :-)

Bara hugmynd.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ darling
Mér finnst Glitnir svolítið flott. Falleg þýðing, minnir að það sé himnaríki, allavega tengist himnaríki:)
Annars er ég ekki viss um að útlendingar eiga auðvelt með að segja Glitnir! ?

Mér sagði...

Hið nýja nafn á rætur að rekja til Norrænnar goðafræði en í Gylfaginningu segir frá Glitni sem var heimili Forseta, sonar Baldurs og Nönnu. Sagan segir að þaðan hafi allir gengið sáttir.

Annars held ég að það sé asnalegt þegar útlendingar segja Glitnir. " Glaetner"
Og á að vera banki.

Nafnlaus sagði...

Nei ég er ekki hrifinn af Glitnir nafninu. Kannski fannst þeim Íslandsbanki ekki nógu alþjóðlegt og ég skil það svo sem. . . en Glitnir er ekki gott. Allavega fóru þeir ekki út í Group nafnaruglið (Baugur Group, FL Group o.s.frv. o.s.frv.) eða enþá betra (og eldra) .is ruglið. Skyr.is hí hí hí

Mér sagði...

Þeir hefðu kannski farið út Group nema ég held að það sé komið stopp á að nota Group vegna þessa að það voru of margir komnir með það. Ég veit ekki hvort það sé rétt en ég heyrði það einhvern tíman.
Það hefði kannski verið hægt að fara út í Group.is