Frábært veður en bara svolítið kalt. Ég er búinn að hella uppá könnuna og sit hér og drekk kaffi og horfi út um gluggann þar sem ég fylgist með því hvenær Emil Snær vaknar. Ég er ekki frá því að ég öfundi hann svolítið af því að hann sefur svona úti allur dúðaður og innpakkaður.
Það voru frakkar í heimsókn hjá systur minni í kringum gamlárskvöld og þau trúðu því ekki að við íslendingar gerðum suma hluti. Eins og að setja nokkra mánaðar gömul börn út í 7 vindstig snjókommu og kulda til þess að sofa. Og við hugsum bara ahh því verra sem veðrið er því betur sofa þau. Það er alveg ótrúlegt að maður verður alltaf með eitthvað þjóðarstolt þegar maður fær útlendinga í heimsókn. Svolítið eins og Thule auglýsingarnar “ Ísland best í heimi” En það er líka bara gaman.
Ég er ekki búinn að fá mér nýjan skjá fyrir borðtölvuna. Þannig að ég verð bara að fara reglulega og horfa á nýja prentarann minn. VííííÉg vona bara að blekið verði ekki orðið þurrt loksins þegar ég verð kominn með skjá. Það er svo magnað hvað blekið sjálft er dýrt, stundum borgar það sig að kaupa nýjan prentara með bleki heldur en að kaupa nýtt blek.
Hahaha maður er svo duglegur stundum. Ég keypti efriskápa í svefniherbergið í ágúst og ég var að fara byrja setja þá upp á fimmtudaginn þá kom í ljós að það vantar hurðarnar á skápana svo ég fer niður í fyrirtækið sem seldi mér þessa skápa og er eigandinn kunningi minn og ég veit að ég er frekar seinn að koma aftur til að segja að eitthvað vantaði en málið er að hann er búinn að selja fyrirtækið en ætlar samt að redda mér svo ég fæ hurðarnar sendar með pósti að utan.
En samt svipurinn sem kom á hann þegar ég sagði “hey skáparnir sem þú seldir mér…. Það vantaði hurðarnar” hva bara 7 mánuðum seinna. Kannski er ég með svona iðnaðarmannablóð í mér. Hvað er málið með þá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli