Útaf seinustu skrifum hjá mér hef ég verið að velta fyrir mér nöfnum á fyrirtækjum.
Mörg fyrirtæki eru með mjög góð nöfn og önnur ekki.
Sum fyrirtæki eru með útlensk nöfn eða eru partur af einhverri útlenskri verzlunarkeðju.
Samanber Elko, BYKO, NEXT og svona væri hægt að halda lengi áfram.
Svo koma íslensku nöfnin eins og Hagkaup, Byggt og búið, Bónus og svo framvegis.
En í Hafnarfirði er mjög sterkt að nota nöfn sem tengjast eitthvað firði.
Fjarðarstál, Fjarðarskór, Fjarðarmót, Fjarðarbakarí og hið ógleymda Fjarðarkaup.
Það eru eitthvað yfir 20 Fjarðar eitthvað í Hafnarfirði sem er frekar leiðinlegt fyrir nýja sveitafélagið Fjarðarbyggð þar sem þeir vilja nota Fjarðar nafnið mikið.
En út frá því að ég fór að pæla í fyrirtækjanöfnum mundi ég eftir einu sem mér finnst skemmtilegast nafnið af öllum og það er Urður, verðandi, skuld. ehf. Þvílíkt nafn og í langan tíma vissi ég ekkert hvað þetta fyrirtæki gerði en það var alltaf verið að tala um það í fréttunum.
Mér skilst að það sé eitthvað á vegum deCODE og í sambandi við krabbameinsrannsóknir og ég held að þeir eigi eitthvað lífsýnasafn.
Endilega bendið mér á ef þið munið eftir einhverjum skemmtilegum fyrirtækjanöfnum.
5 ummæli:
Ég veit ekki hvort ég myndi kalla það skemmtilegt en ég hef aldrei skilið af hverju OgVodafone er ekki bara Vodafone eins og gengur og gerist með þetta fyrirtæki erlendis, hvað var verið að skeyta Og fyrir framan ???
Kristín (Kára)
Já ég er alveg sammála. frekar asnalegt ef fleiri væru með svona.
Og Mc Donald´s eða Og SUBWAY.
Annars var það fjarskiptahluti Dagsbrúnar hf. sem hét
Og fjarskipti hf sem er bara með samstarfssamning við Vodafone Group og heitir því Og Vodafone.
Já.
Ég held samt að BYKO sé bara skammstöfun á Byggingavöruverslun Kópavogs... veit það ekki, hljómar nú andskoti danskt. Ja, nuna fårer jeg i Byko, trallirallira, gæti heyrst í danmörku. Og þá segir einhver: Hvad! Byko! Er du gjorsammeligt brjålat mænd??? For helvede man, kan du ikke godt, jeg menner skidegodt lider danske vårer til brugsanvisning mænd? Ahh, ferergjovdu meg, det var bare un spögelse... Held nú að danskan mín sé eitthvað farin að skolast til... allavega þá er margt í Kópavogi sem heitir -Ko eða Kó, sbr. Bílkó, Hárkó, Ískó, Fiskó, Friskó og Kjötkó. Glatað.
Jæja já.
Þetta er rétt hjá Stebba.
Byko er einhver stytting á Byggingaverslun Kópavogs.
Varðandi UVS(Urður verðandi skuld). Þetta er fyrirtæki sem hét eitthvað annað og var á leið á hausinn, þá var minnir mig nafninu breytt, eða nýtt félag sem tók yfir skuldirnar og þeir höfðu svona líka mikinn húmor fyrir stöðu fyrirtækisins og skýrðu það Urður verðandi skuld. Svo gekk bara vel hjá þeim og DeCode keypti á endanum hlut í fyrirtækinu.
Já það er sennilega rétt hjá Stebba.
Ég hef eitthvað ruglað þessu við IKEA.
Eitthvað sem ég hef séð á norðulöndunum.
Skrifa ummæli